fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Giftist konu sem er 32 árum yngri – Hún er vinkona dóttur hans og hann hélt framhjá eiginkonu sinni með henni

433
Miðvikudaginn 28. júní 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn umdeildi Richard Keys giftist lögfræðingnum Lucie Rose á dögunum. Hún er 32 árum yngri en hann.

Keys, sem starfar hjá beIN Sports í Katar, er 66 ára gamall en Rose er 34 ára. Hún er jafnframt vinkona dóttur Keys.

Keys gerði garðinn frægan á Sky Sports, þar sem hann lýsti leikjum gjarnan með Andy Gray. Þeir voru hins vegar báðir reknir árið 2011 vegna ummæla um kvenkyns aðstoðardómara.

Fyrrum eiginkona hans, Julia, skildi við Keys árið 2016. Er hún sögð hafa komist að því að hann héldi framhjá með Rose, vinkonu dóttur þeirra Jemmu.

Keys var harðlega gagnrýndur fyrir að halda framhjá eiginkonu sinni sem á þessum tíma glímdi við krabbamein. Hann svaraði gagnrýninni árið 2019.

„Fór ég frá konunni minni er hún var að glíma við krabbamein? Nei. Ég veit ekki af hverju hjónaband okkar endaði eins og það gerði. En konan mín barðist við krabbamein í sjö ár áður en ég fór frá henni.

Við fórum til London daglega vegna veikinda hennar sem leiddi til þess að hún náði bata. Ef fólk trúir því virkilega að ég hafi yfirgefið eiginkonu mína á meðan hún barðist við krabbamein til að vera með vinkonu dóttur minnar get ég ekki breytt því. Ef þú segir lygi tvisvar verður hún að sannleika og ef það fer á samfélagsmiðla eltir hún þig að eilífu,“ sagði Keys á þeim tíma.

Julia skrifað um málið í bók sinni, MANscript, árið 2018.

„Framhjáhald Richard setti ekki bara líf mit í uppnám heldur líka líf barnanna okkar. Hann hefur loks viðurkennt að hafa aldið framhjá með Lucie og nú veit hann hversu miklum skaða hann olli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Furðuleg umræða í Noregi fyrir leikinn gegn Íslandi

Furðuleg umræða í Noregi fyrir leikinn gegn Íslandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“