Fenway Sports Group eigendur Liverpool hafa keypt lið í nýrri deild í golfi sem Rory McIlroy og Tiger Woods eru að sjá um.
FSG keypti Liverpool árið 2010 en fyrirtækið á einnig Boston Red Sox í hafnarbolta og Pittsburgh Penguins í NHL deildinni í hokkó.
TGL deildin í golfi fer af stað á næstunni en um er að ræða innanhús golf þar sem keppt verður í hinum ýmsu þrautum.
Liðið sem FSG mun eiga keppir fyrir hönd Boston og New England. FSG bætist í hóp Serena Williams sem keypt hefur lið í deildinni.
„Við erum spennt fyrir því að taka þátt í þessu og vera eitt af sexliðum í TGL deildinni,“ segir í yfirlýsingu FSG.