fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Aron ætlar ekki að endurtaka leikinn og varpa sömu spurningunni á Ronaldo – „Á þeim tíma var maður sjokkeraður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. júní 2023 15:47

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson var léttur á blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Portúgal í undankeppi EM 2024 á morgun.

Ísland mætir Portúgal í fjórða leik sínum í undankeppninni en Strákarnir okkar töpuðu gegn Slóvakíu á laugardag. Staðan í riðlinum er nokkuð þung.

Það muna margir eftir því þegar Cristiano Ronaldo, stjarna Portúgal, vildi ekki skipta um treyju við Aron eftir leik þjóðanna á EM 2016. Aron mun ekki spyrja um treyju Ronaldo á morgun.

„Nei, ég held ég sleppi því. Ég held að hann vilji líka eiga þessa treyju því þetta er 200. leikurinn hans,“ sagði Aron léttur í dag.

Ronaldo var í brennidepli eftir leikinn gegn Íslandi 2016, sem lauk með jafntefli. Hann gagnrýndi íslenska liðið fyrir að fagna ákaft.

„Á þeim tíma var maður smá sjokkeraður yfir þessu því það var svo stórt að ná jafntefli gegn svona sterku liði,“ sagði Aron á blaðamannafundinum um þau ummæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot