fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Vilja að aðstoðarmaður Pep Guardiola taki við

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester vill fá Enzo Maresca sem næsta knattspyrnustjóra sinn.

Maresca er aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City sem stendur og hefur heillað þar. Hann hefur einnig verið aðalþjálfari Parma á Ítalíu.

Viðræður eru farnar af stað og ganga þær vel að sögn enskra miðla.

Leicester hefur einnig rætt við aðra stjóra og kemur Dean Smith til að mynda til greina. Hann stýrði Leicester til bráðabirgða í ensku úrvalsdeildinni í vor en tókst ekki að bjarga þeim frá falli.

Maresca var einnig eftirsóttur af Southampton en hann hafnaði því að taka við liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur