fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Ótrúleg bæting undir stjórn Heimis – Með jafnmörg stig og eftir 20 umferðir á síðustu leiktíð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. maí 2023 10:00

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson þjálfara FH hefur svo sannarlega tekist að snúa við gengi liðsins en FH átti afar erfiða tíma á síðustu leiktíð.

FH er með 16 stig eftir níu umferðir í Bestu deildinni á þessu tímabili en Heimir snéri heim síðasta haust. FH vann fínan heimasigur á HK um liðna helgi.

FH gekk í gegnum erfiða tíma á síðustu leiktíð en Ólafur Jóhannesson, Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson stýrðu allir liðinu þar sem tíð þjálfaraskipti áttu sér stað í Kaplakrika.

Eiður Smári Guðjhonsen og Sigurvin stýrðu báðir FH á síðustu leiktíð.
Mynd/Eythor Arnason

Heimir mætti svo heim og hefur tekist að sækja stigin 16 sem eru jafnmörg og liðið sótti í 20 umferðum á síðustu leiktíð. FH náði í 19 stig í 22 leikjum í fyrra áður en deildinni var skipt í tvennt, þann stigafjölda getur FH jafnað gegn Val í næstu umferð.

Eftir níu umferðir í fyrra var FH með átta stig og því er liðið með tvöfaldan stigafjölda nú undir stjórn Heimis. FH hafði skorað 14 mörk eftir níu leiki í fyrra og fengið á sig 17 mörk.

Í sumar hefur FH skorað 19 mörk í níu leikjum en fengið á sig 18 sem er meira en í fyrra. FH hefur unnið fimm leiki í sumar og hafa allir sigrarnir komið á grasi en eitt jafntefli hefur komiðá gervigrasi en töpin þrjú hafa einnig komið á slíku undirlagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Í gær

Dortmund reynir að fá Bellingham

Dortmund reynir að fá Bellingham
433Sport
Í gær

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna