fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Spánn: Espanyol fallið og Sociedad í Meistaradeildina – Hver fer í Sambandsdeildina?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. maí 2023 19:40

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að lið Espanyol er fallið niður í spænsku B-deildina eftir þá níu leiki sem fóru fram í kvöld á Spáni.

Espanyol gerði jafntefli við Valencia á útivelli og á ekki möguleika á að halda sér uppi fyrir lokaumferðina.

Espanyol er með 36 stig í 19. sæti og er fjórum stigum frá öruggu sæti og fer niður ásamt Elche sem vann óvænt 1-0 útisigur á Athletic Bilbao.

Real Sociedad er þá á leið í Meistaradeildina í fyrsta sinn í dágóðan tíma þrátt fyrir tap gegn Atletico Madrid.

Villarreal tapaði sínum leik gegn Rayo Vallecano 2-1 og getur ekki náð Sociedad fyrir síðustu umferðina.

Villarreal er þó með Evrópudeildarsæti tryggt og er á leið þangað ásamt Real Betis sem vann Girona 2-1.

Það er enn spenna þegar kemur að Sambandsdeildinni en Osaduna, Bilbao, Girona, Rayo Vallecano, Sevilla og Mallorca eiga öll möguleika fyrir síðasta leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær