fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Stríð Sigurðar og Sindra heldur áfram: Tókust hart á eftir fréttir dagsins – „Spurning hvað trúðurinn Sindri Sverris segir um þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 26. maí 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskir miðlar greindu frá því í dag af hverju Ivan Toney, leikmaður Brentford, fékk eins langt bann og raun bar vitni fyrir að brjóta veðmálareglur. Í kjölfarið sköpuðust heitar umræður hér heima á Twitter.

Toney fékk á dögunum átta mánaða bann fyrir að brjóta veðmálareglur í yfir 100 skipti en nú hefur verið greint frá alvarlegustu brotum hans.

Þar á meðal voru 13 veðmál sem hann setti á að sitt eigið lið, þau veðmál lagði hann frá ágúst 2017 fram í mars 2018.

Toney veðjaði 13 sinnum á eigið lið, ellefu sinnum veðjaði hann á að Newcastle myndi tapa en hann var þá samningsbundinn félaginu. Hann var á láni hjá Wigan þegar veðmálin voru lögð.

Í mars 2018 lét hann svo vin sinn vita að hann myndi byrja næsta leik en það telst einnig vera brot.

Sigurður Gísli Bond Snorrason var fyrr á þessu ári dæmdur í eins árs bann frá knattspyrnuþátttöku af KSÍ fyrir að brjóta veðmálareglur. Veðjaði hann meðal annars á fimm leiki með eigin liði, þó aldrei gegn því.

Sindri Sverrisson, blaðamaður á Vísi, skrifaði pistil eftir að Sigurður hafði verið dæmdur í bann þar sem hann kallaði eftir því að refsingin yrði harðari.

Sigurður rifjaði þetta upp eftir fréttirnar af Toney í dag.

„Spurning hvað trúðurinn Sindri Sverris segir um þetta! Eðlilega fékk ég lengra bann en Toney,“ skrifaði hann á Twitter.

Sindri svaraði og birti eftirfarandi bút úr niðurstöðu KSÍ í máli Sigurðar: Á meðal leikjanna sem Sigurður Gísli Bond Snorrason veðjar á, skv. meðfylgjandi yfirliti frá Pinnacle, eru fimm leikir hjá hans eigin félagi/liði keppnistímabilið 2022 (mfl. karla Afturelding) og tók hann sjálfur þátt í fjórum þeirra. Í öllum þeim tilfellum veðjar hann á fjóra leiki saman í pakkaveðmáli. Veðmálið gengur út á að skoruð verði þrjú mörk eða fleiri í hverjum og einum af þeim fjórum leikjum. Til þess að veðmálið gangi upp þurfa s.s. að vera skoruð fleiri en þrjú mörk í hverjum og einum af þeim fjórum leikjum.

Við þetta bætti Sindri: „Þú hafðir beinlínis hag af því að fá á þig mark, í leikjum sem þú spilaðir. Já, tel það alvarlegra og verðskulda 2-3 ára bann.“

Sigurður svaraði á ný. „Skynja ég stærsta small dick energy sögunnar?“

Hér að neðan má sjá samskiptin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Í gær

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“