fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Sindri hefði viljað þyngri dóm frá KSÍ á Sigurð: „Ævilangt bann hefði verið nær lagi“

433
Föstudaginn 3. mars 2023 13:00

Mynd: Afturelding

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Sverrisson, blaðamaður á Vísir.is segir aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafa gert mistök með því að dæma Sigurð Gísla Snorrason í bann út árið.

Sindri skrifar pistil á Vísir í dag þar sem hann fer yfir málið. Sigurður Gísli var dæmdur í bann út þetta keppnistímabil hjá KSÍ vegna brota á reglum um veðmál.

Sigurður veðjaði fjórum sinnum á leiki Aftureldingar síðasta sumar þar sem hann var leikmaður. Sigurður áfrýjaði dómnum en honum var ekki breytt. Hluti af þeim veðmálum sem Sigurður lagði var á fjölda marka í leik Aftureldingar.

„Þetta er kannski ekki alveg jafnslæmt og að veðja á tap eigin liðs, en samt eiginlega. Fjárhagslegur hagnaður af því að fá á sig mark. Og ég er algjörlega ósammála því að sýna eigi leikmönnum einhverja þolinmæði sem haga sér með þessum hætti,“ skrifar Sindri í pistil sínum á Vísir.is.

Sindri segir að rétt refsing fyrir Sigurð hefði verið ævilangt bann frá knattspyrnu. „Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gafst tækifæri til að sýna hversu grafalvarlegt málið er með þungu banni og eins árs bann er bara alls ekki nóg. Ævilangt bann hefði verið nær lagi en 3-4 ára bann líklega hæfilegt. Ég óttast að þessi vægi dómur bjóði velkomið það krabbamein sem veðmál og hagræðing úrslita er.

„Með þessu fordæmi er bara verið að segja: Ef svo ólíklega vill til að það komist upp um það að þú veðjir á eigin leiki, jafnvel margítrekað, þá kostar það þig bara níu mánuði frá fótbolta.“

Pistil Sindra má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton