Tottenham 1 – 3 Brentford
1-0 Harry Kane(‘8)
1-1 Bryan Mbeumo(’50)
1-2 Bryan Mbeumo(’62)
1-3 Yoane Wissa(’88)
Tottenham ætlar ekki að enda tímabilið á frábærum nótum en liðið tapaði heima gegn Brentford í dag.
Tottenham byrjaði leikinn ansi vel á heimavelli sínum og komst yfir með draumamarki frá Harry Kane.
Kane hefur verið besti leikmaður Tottenham á leiktíðinni en hann skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik.
Brentford átti hins vegar eftir að svara með þremur mörkum og hafði betur að lokum, 3-1.
Tottenham á einn leik eftir og er einu stigi á eftir Brighton sem er í síðasta Evrópudeildarsætinu.
Tottenham þarf því að treysta á að Brighton misstígi sig heiftarlega á lokasprettinum til að ná Evrópudeildinni og gæti jafnvel tapað sæti í Sambandsdeildinni til Aston Villa sem á leik til góða og er sæti neðar.