fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Diplómanám í knattspyrnu tengdri lögfræði

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. maí 2023 22:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um diplómanám í lögfræði tengdri knattspyrnu á vegum FIFA (FIFA diploma in football law).

Námið er hannað til þess að veita stjórnendum sem starfa í lögfræði tengdum störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar betri þekkingu á því lagalega umhverfi sem fylgir knattspyrnu. Námið er kennt í fimm lotum sem kenndar eru í fjórum löndum yfir 13 mánaða tímabil. Námið hefst í febrúar 2024 og lýkur í mars 2025, kennt verður í Sviss, Paragvæ, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Bandaríkjunum. Megináherslur námsins eru lagaleg málefni tengd knattspyrnu, félögum, samningaréttur, málefni tengd auglýsingarétti og málefni bakhjarla svo fátt eitt sé nefnt.

Til þess að geta sótt um námið þarf að starfa í stjórnenda-, eða lögfræðitengdri stöðu hjá knattspyrnusambandi innan FIFA, knattspyrnufélagi, knattspyrnudeild eða starfa sem lögfræðingur með áherslu á íþróttir og knattspyrnu. Námið kostar 10 þúsund Bandaríkjadali og er umsóknarfrestur til og með 15 september 2023.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið football.lawdiploma@cies.ch

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum