Sadio Mane og Joao Cancelo eru ekki í neinum plönum FC Bayern fyrir næstu leiktíð, þetta kemur fram í frétt sem Sky í Þýskalandi birtir nú í dag.
Cancelo kom á láni frá Manchester City í janúar en eftir að Thomas Tuchel tók við var ljóst að framtíð hans væri líklega ekki hjá félaginu.
Cancelo fer því aftur til City en ekki er talið líklegt að bakvörðurinn og Pep Guardiola geti náð saman aftur.
Sadio Mane var keyptur frá Liverpool síðasta sumar en miklar væntingar og kröfur voru gerðar til framherjans frá Senegal. Hefur hann ekki fundið taktinn.
Mane hefur verið orðaður við endurkomu til Englands og meðal annars verið orðaður við Chelsea.
BREAKING: Sadio Mane and Joao Cancelo do not have long term futures at Germany, according to Sky Germany ⚽❌ pic.twitter.com/nXlFFiuSWG
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 16, 2023