fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Ágúst Gylfason rekinn úr Garðabænum – Aðstoðarmaður hans tekur við

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. maí 2023 13:39

Ágúst Gylfason. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst sem tók við þjálfun meistaraflokks karla haustið 2021 stýrði liðinu í fimmta sæti á síðastliðnu tímabili en lætur nú af störfum.

Stjarnan ákveður að slíta samstarfinu eftir vona byrjun í bestu deildinni. Liðið er með einn sigur eftir sex umferðir og er í fallsæti. Jökull Elísabetarson sem var aðstoðarmaður hans tekur við liðinu.

„Það er aldrei auðveld ákvörðun að láta menn fara og sannarlega ekki í tilviki Gústa sem tók að sér að taka þátt í þeirri vegferð sem félagið hefur verið á þar sem miklar breytingar á leikmannahópnum hafa átt sér stað og uppbygging þar sem við höfum spilað á mörgum ungum leikmönnum. Sú staða sem er komin upp í byrjun móts þar sem liðið er í bullandi fallbaráttu er hins vegar ekki ásættanleg og því ákveðum við að stíga þetta skref núna. Ég vil þakka Gústa persónulega fyrir hans framlag og gott og heiðarlegt samstarf sem við höfum átt frá fyrsta degi og óska honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Segir Helgi Hrannarr Jónsson formaður meistaraflokksráðs

„Mig langar að þakka Silfurskeiðinni og öllu Stjörnufólki fyrir minn tíma hjá félaginu og lít stoltur yfir farinn veg. Ég hef ekki fundið annað en stuðning allan þann tíma sem ég hef starfað hjá félaginu og er sannfærður um að liðið mun snúa við taflinu og stíga þau skref sem ég er viss um að leikmannahópurinn getur gert. Ennfremur vil ég þakka þjálfarateyminu og þeim sem standa i kringum liðið, en umgjörðin er í kringum liðið er algerlega einstök.“ segir Ágúst Gylfason

Jökull Elísabetarson tekur við þjálfun Stjörnunnar

Jökull Elísabetarson tekur nú við starfi þjálfara Stjörnunnar en Jökull hefur verið aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar frá því haustið 2021.

„Sú staða sem við erum í kallar á breytingar en þar sem félagið hefur haft óbilandi trú á þeirri vegferð sem liðið er á fannst okkur eðlilegt næsta skref að Jökull myndi taka við starfinu af Gústa enda alltaf erfiðar aðstæður sem skapast við brottför þjálfara og með þessu teljum við að við tryggjum ákveðna samfellu í því sem við höfum verið að gera. Við treystum Jökli vel til þess að snúa gengi liðsins við og munum hvetja Stjörnfólk til þess að halda áfram sínum frábæra stuðningi við liðið sem er í bullandi fallbaráttu eins og sakir standa og verkefni hans, leikmanna og annarra sem standa að liðinu er að snúa genginu við,“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag