fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Enska sambandið búið að kæra Jurgen Klopp fyrir þessi ummæli

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 18:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Jurgen Klopp fyrir ummæli sem hann lét falla eftir Tottenham leikinn á sunnudag. Búast má við sekt og leikbanni á þýska stjórann.

„Við eigum okkar sögu með Tierney, ég veit ekki hvað hann hefur á móti okkur,“ sagði Klopp eftir að Tierney dæmdi 4-3 sigur Liverpool á Tottenham.

„Hann segir að það séu engin vandamál en það bara getur ekki verið satt.“

Klopp hefur beðist afsökunar á þessum ummælum sínum og segir að hann hefði betur sleppt því, þó ekki sé hægt að neita þeirri sögu sem Liverpool og Tierney eiga.

Ensk blöð segja að miðað við reglur enska sambandsins þá verði Klopp dæmdur í bann og þarf að greiða verulega sekt.

Klopp og félagar hafa undanfarið náð vopnum sínum og eiga enn veika von á því að ná fjórði sæti deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu