fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Ten Hag tekur áhættu – Gæti reitt leikmann til reiði

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. apríl 2023 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hafnaði beiðni Alejandro Garnacho um að fá að spila á Heimsmeistaramóti U-20 ára landsliða í næsta mánuði.

Garnacho er Argentínumaður og var valinn í bráðabirgðahóp U-20 ára liðsins fyrir mótið, en það á eftir að velja endanlega hópinn. Kantmaðurinn þrælefnilegi hefði þó að öllum líkindum verið valinn.

Argentína heldur mótið og fer það fram 20. maí til 11. júní.

Alejandro Garnacho

Ef Ten Hag hefði leyft Garnacho að fara hefði kappinn hins vegar misst af síðustu leikjum United á leiktíðinni, þar með er talinn bikarúrslitaleikurinn gegn Manchester City 3. júní.

Garnacho er þá að snúa aftur eftir ökklameiðsli og var Ten Hag ekki tilbúinn að hleypa honum burtu með argentíska liðinu á þessum tímapunkti.

Hann hafnaði því beiðni leikmannsins, sem vildi fá að fara á mótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fundaði einnig með Liverpool

Fundaði einnig með Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“