fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Ten Hag tekur áhættu – Gæti reitt leikmann til reiði

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. apríl 2023 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hafnaði beiðni Alejandro Garnacho um að fá að spila á Heimsmeistaramóti U-20 ára landsliða í næsta mánuði.

Garnacho er Argentínumaður og var valinn í bráðabirgðahóp U-20 ára liðsins fyrir mótið, en það á eftir að velja endanlega hópinn. Kantmaðurinn þrælefnilegi hefði þó að öllum líkindum verið valinn.

Argentína heldur mótið og fer það fram 20. maí til 11. júní.

Alejandro Garnacho

Ef Ten Hag hefði leyft Garnacho að fara hefði kappinn hins vegar misst af síðustu leikjum United á leiktíðinni, þar með er talinn bikarúrslitaleikurinn gegn Manchester City 3. júní.

Garnacho er þá að snúa aftur eftir ökklameiðsli og var Ten Hag ekki tilbúinn að hleypa honum burtu með argentíska liðinu á þessum tímapunkti.

Hann hafnaði því beiðni leikmannsins, sem vildi fá að fara á mótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona