Jose Mourinho er ekki búinn að fyrirgefa fyrrum ítalska landsliðsmanninum Antonio Cassano sem gagnrýndi hann harkalega fyrr í mánuðinum.
Cassano skaut hressilega á Mourinho og sagði hann hrokafullan og að hann hefði ekki hugmynd um hvernig ætti að tala eða vinna með leikmönnum.
Mourinho hefur náð frábærum árangri á sínum ferli en hann er stjóri Roma í dag sem er komið áfram í Evrópudeildinni eftir sigur á Feyenoord á fimmtudag.
Það kom mörgum á óvart er Cassano ákvað að ráðast á Mourinho opinberlega en sá portúgalski hefur nú svarað í tvígang.
Í beinni útsendingu þá fékk Mourinho spurningar varðandi sigurinn og framhaldið en var ekki lengi að gera grín að ummælum Cassano eftir sigurinn.
,,Í stúdíónu þá eru margir fyrrum sigurvegarar sem vilja spyrja spurninga,“ sagði þáttastjórnandinn og fékk þá svar frá Mourinho.
,,Er Cassano mögulega í settinu?“ og skaut þar ansi harkalega á Ítalann sem vann alls þrjá titla á sínum ferli.