fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Fiorentina komst í hann krappan en bjargaði sér fyrir horn – Framlengt í Hollandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2023 18:45

Riccardo Sottil fagnar marki sínu í kvöld. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir hófust klukkan 16:45 í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar og er öðrum þeirra lokið.

Fiorentina tók á móti Lech Poznan og var með góða stöðu eftir 1-4 sigur í fyrri leik liðanna í Póllandi.

Í kvöld lentu Ítalirnir hins vegar í kröppum dansi á heimavelli. Afonso Sousa kom Lech Poznan yfir á 9. mínútu leiksins. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Kristoffer Velde tvöfaldaði forskot gestanna af vítapunktinum á 65. mínútu og skömmu síðar skoraði Artur Sobiech þriðja markið. Einvígið var þarna orðið jafnt.

Fiorentina bjargaði sér þó fyrir horn. Riccardo Sottil minnkaði muninn fyrir liðið á 78. mínútu og Gaetano Castrovilli innsiglaði sigur í einvíginu með því að minnka muninn í 2-3 í uppbótartíma.

Fiorentina 2-3 Lech Poznan (6-4)
0-1 Afonso Sousa 9′
0-2 Kristoffer Velde 65′
0-3 Artur Sobiech 69′
1-3 Riccardo Sottil 78′
2-3 Gaetano Castrovilli 90+2′

Það er þá framlengt í leik AZ Alkmaar og Anderlecht. Fyrrnefnda liðið leiðir 2-0 á heimavelli en Anderlecht vann fyrri leikinn 2-0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona