fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Vanda tjáir sig um fréttirnar af Gylfa – Nýr þjálfari má velja hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita eftir daginn í dag er Gylfi Þór Sigurðsson laus allra mála. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, tjáði sig um málið við 433.is í dag, en samkvæmt reglum er ekkert því til fyrirstöðu að hann verði valinn í landsliðið á ný.

Gylfi var þann 16. júlí árið 2021 handtekinn á heimili sínu í Manchester, var honum gefið að sök að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi.

Eftir rúma 600 daga í farbanni frá Bretlandi er Gylfi frjáls ferða sinna og málið látið niður falla, taldi saksóknari engar líkur á sakfellingu í málinu.

„Ég hef ekki náð að kynna mér þetta almennilega í dag. Ég hef verið á hlaupum og í þessu þjálfaramáli, sem ég er glöð að hafi leyst á farsælan hátt. Ég vil í raun ekki segja meira um það fyrr en ég er búin að kynna mér þetta betur,“ sagði Vanda nú fyrir skömmu.

Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í hart nær tvö ár og því ekki sjálfgefið að hann snúi aftur á völlinn. Vilji hann hins vegar snúa aftur í landsliðið og vilji nýr landsliðsþjálfari, Age Hareide, velja hann er því ekkert til fyrirstöðu.

„Reglur KSÍ kveða á um það að ef ekkert mál er í gangi þá má landsliðsþjálfarinn velja hann. Þannig er staðan með Gylfa.

Það er ekkert mál í gangi. Kjósi landsliðsþjálfarinn að velja hann þá má það.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt
Hide picture