fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Vanda tjáir sig um fréttirnar af Gylfa – Nýr þjálfari má velja hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita eftir daginn í dag er Gylfi Þór Sigurðsson laus allra mála. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, tjáði sig um málið við 433.is í dag, en samkvæmt reglum er ekkert því til fyrirstöðu að hann verði valinn í landsliðið á ný.

Gylfi var þann 16. júlí árið 2021 handtekinn á heimili sínu í Manchester, var honum gefið að sök að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi.

Eftir rúma 600 daga í farbanni frá Bretlandi er Gylfi frjáls ferða sinna og málið látið niður falla, taldi saksóknari engar líkur á sakfellingu í málinu.

„Ég hef ekki náð að kynna mér þetta almennilega í dag. Ég hef verið á hlaupum og í þessu þjálfaramáli, sem ég er glöð að hafi leyst á farsælan hátt. Ég vil í raun ekki segja meira um það fyrr en ég er búin að kynna mér þetta betur,“ sagði Vanda nú fyrir skömmu.

Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í hart nær tvö ár og því ekki sjálfgefið að hann snúi aftur á völlinn. Vilji hann hins vegar snúa aftur í landsliðið og vilji nýr landsliðsþjálfari, Age Hareide, velja hann er því ekkert til fyrirstöðu.

„Reglur KSÍ kveða á um það að ef ekkert mál er í gangi þá má landsliðsþjálfarinn velja hann. Þannig er staðan með Gylfa.

Það er ekkert mál í gangi. Kjósi landsliðsþjálfarinn að velja hann þá má það.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár
433Sport
Í gær

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
Hide picture