fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Telja að þetta sé upphæðin sem Gylfi varð af vegna þess hversu langan tíma rannsóknin tók

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhagslegt tap Gylfa Þórs Sigurðssonar er talið vera um milljarður vegna rannsóknar lögreglu á meintu broti hans. Málið var látið niður falla í dag.

Viðskiptablaðið fjallar um málið og telur að tap Gylfa hafi numið tæpum milljarði  sem hefur ekki spilað fótbolta í að verða 700 daga.

Gylfi var í farbanni frá Bretlandseyjum í 637 daga en er nú frjáls ferða sinna og getur yfirgefið Bretlandseyjar.

Gylfi var með um 850 milljónir í árslaun hjá Everton, samningur hans við félagið rann út síðasta sumar. Samkvæmt heimildum 433.is á Gylfi einhvern hluta inni af launum sínum hjá Everton fyrir síðasta árið sitt á samningi.

Það var ákvörðun Everton að Gylfi myndi ekki spila  á meðan rannsóknin var í gangi og þá var honum meinað að æfa með liðinu.

Gylfi hefur hins vegar verið án tekna í tæpt ár á meðan lögreglan lauk rannsókn sinni og saksóknari taldi það svo afar ólíklegt til sakfellingar, og felldi það niður.

„Það kann einnig að hafa áhrifa á næstu samninga Gylfa, ef hann snýr aftur í atvinnumennsku, að hann hefur ekki keppt undanfarin tvö tímabil. Jafnframt miða samningar leikmanna oft við bónusa út frá ákvæðum um spilaða leiki, mörkum og annað, sem Gylfi hefur ekki getað uppfyllt frá því að lögreglurannsóknin hófst,“ segir í ítarlegri umfjöllun Viðskiptablaðains.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Coutinho losnaði loksins frá Villa

Coutinho losnaði loksins frá Villa
433Sport
Í gær

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Í gær

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“