fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Þetta var það sem Lampard sagði við leikmenn eftir tapið í gær

433
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea tapaði fyrir Real Madrid í gær í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Frank Lampard hefur ekki gefið upp alla von fyrir seinni leikinn.

Karim Benzema og Marco Asensio sáu til þess að Real Madrid fer með 2-0 forystu inn í seinni leikinn í London.

Chelsea var manni færri síðasta hálftímann í gær eftir að Ben Chilwell fékk rautt spjald. Lampard, sem stýrir liðinu til bráðabirgða, var sáttur með sína menn miðað við aðstæður.

„Mér fannst þeir ekki ná að opna okkur manni fleiri. Það var út af liðsandanum hjá okkur. Við fengum tækifæri í leiknum, þrjá nokkuð góða sénsa,“ sagði hann eftir leik.

Lampard reyndi að berja trú í brjóst leikmanna að leik loknum.

„Ég sagði við leikmenn að sérstakir hlutir gætu gerst á Stamford Bridge. Real er mjög gott lið en við verðum að trúa.

Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina