Forráðamenn Liverpool neita að taka þátt í því kapphlaupi sem er byrjað um Jude Bellingham, allir virtustu miðlar Englands sögu frá því í gær að Liverpool væri hætt við að reyna að kaupa enska miðjumanninn frá Dortmund.
Florian Plettenberg virtur fréttamaður hjá Sky í Þýskalandi útskýrir málið og segir að Real Madrid og Manchester City keyri nú upp verðmiðann á Bellingham.
Þar segir að forráðamenn Liverpool telji kaupverðið og laun alltof há miðað við aldur Bellingham sem er 19 ára. Hefur Liverpool ákveðið að gera aðra hluti á markaðnum í sumar.
News #Bellingham: Been told that Real Madrid and #MCFC have driven the price up exorbitantly. From the point of view of the Liverpool bosses the total package (transfer fee + salary) was rated to high for his age. Liverpool is out of the race. #LFC @SkySportDE 🏴 pic.twitter.com/Sn3Tn18IJn
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) April 12, 2023
Nú er sagt í The Athletic að Liverpool muni frekar einbeita sér að því að fá inn Mason Mount miðjumann Chelsea.
Segir í grein Athletic að Liverpool vilji frekar fá inn nokkuð marga miðjumenn frekar en að einbeita sér að einum sem væri Bellingham.
Moises Caicedo og Alexis Mac Allister hjá Brighton eru líka á lista samkvæmt The Athletic.
Þá er Ryan Gravenberch hjá FC Bayern einnig sagður eiga marga aðdáendur í hópi starfsliðs Liverpool.
Bellingham er 19 ára gamall og einn eftirsóttasti leikmaður heims.
Kappinn hefur verið stórkostlegur fyrir Dortmund, þar sem hann er algjör lykilmaður, þrátt fyrir ungan aldur og einnig fyrir enska landsliðið, þar sem hann heillaði til að mynda á HM á síðasta ári.