fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Real Madrid í góðum málum fyrir seinni leikinn – Lykilmenn verða í banni hjá Napoli

433
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 20:57

Leikmenn Real Madrid fagna í kvöld. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fyrir kvöldið beindust flest augu á Santiago Bernabeu þar sem heimamenn í Real Madrid tóku á móti Chelsea.

Eftir öfluga byrjun gestanna tók Real Madrid við sér og Karim Benzema kom þeim yfir á 21. mínútu. Hann var réttur maður á réttum stað og fylgdi eftir tilraun Vinicius Junior sem Kepa Arrizabalaga hafði varið.

Staðan í hálfleik var 1-0.

Útlitið varð svart fyrir Chelsea eftir tæpan klukkutíma leik þegar Ben Chilwell fékk beint rautt spjald. Hann braut þá af sér sem aftasti maður og dómarinn hafði engra kosta völ.

Chelsea hélt heimamönnum nokkuð vel í skefjum eftir þetta þrátt fyrir erfiða stöðu en á 74. mínútu rataði skot Marco Asensio í markið og forysta Real Madrid tvöfölduð.

Mason Mount fékk besta færi Chelsea í uppbótartíma en Antonio Rudiger bjargaði heimamönnum.

Meira var ekki skorað og lokatölur 2-0.

Getty

AC Milan tók þá á móti Napoli á San Siro.

Heimamenn voru sterkari í leiknum og skoraði Ismael Bennacer eina markið á 40. mínútu. Hann setti boltann í markið eftir frábæran undirbúning Brahim Diaz í aðdragandanum.

Það er ekki nóg með það að Napoli fari marki undir í seinni leikinn suður frá heldur verða tveir lykilmenn í banni.

Miðvörðurinn Zambo Anguissa fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 74. mínútu og þá uppskar Min-Jae Kim, lykilhlekkur í hjarta varnarinnar, gult spjald sem setur hann í leikbann.

Seinni leikirnir fara fram á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona