fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Hodgson ráðinn knattspyrnustjóri Crystal Palace út tímabilið

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace hefur gengið frá ráðningu á Roy Hodgson sem tekur við sem knattspyrnustjóri félagsins út yfirstandandi tímabil. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu.

Hodgson tekur við stöðunni af Patrick Vieira sem var á dögunum rekinn úr starfi. Hodgson til aðstoðar verður Paddy McCarthy, fyrrum leikmaður Palace og meðlimur í þjálfarateymi liðsins en hann stýrði Palace í leik gegn Arsenal um síðustu helgi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hodgson tekur við Crystal Palace, hann var knattspyrnustjóri liðsins á árunum 2017-2021.

„Það eru forréttindi að vera beðinn um að snúa aftur til félagsins sem hefur alltaf staðið nærri hjarta mínu,“ segir Hodgson í yfirlýsingu Crystal Palace. „Þar fá ég í hendurnar mikilvægt verkefni sem snýr að því að snúa gengi liðsins við. Okkar markmið núna er að byrja vinna knattspyrnuleiki á ný og næla í stigin sem halda okkur í ensku úrvalsdeildinni.

Crystal Palace er þekkt fyrir baráttuanda sinn og ég efast ekki um það í eina sekúndu að stuðningsmenn félagsins munu standa þétt við bakið á okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“
433Sport
Í gær

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Í gær

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Í gær

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi