fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hodgson ráðinn knattspyrnustjóri Crystal Palace út tímabilið

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace hefur gengið frá ráðningu á Roy Hodgson sem tekur við sem knattspyrnustjóri félagsins út yfirstandandi tímabil. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu.

Hodgson tekur við stöðunni af Patrick Vieira sem var á dögunum rekinn úr starfi. Hodgson til aðstoðar verður Paddy McCarthy, fyrrum leikmaður Palace og meðlimur í þjálfarateymi liðsins en hann stýrði Palace í leik gegn Arsenal um síðustu helgi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hodgson tekur við Crystal Palace, hann var knattspyrnustjóri liðsins á árunum 2017-2021.

„Það eru forréttindi að vera beðinn um að snúa aftur til félagsins sem hefur alltaf staðið nærri hjarta mínu,“ segir Hodgson í yfirlýsingu Crystal Palace. „Þar fá ég í hendurnar mikilvægt verkefni sem snýr að því að snúa gengi liðsins við. Okkar markmið núna er að byrja vinna knattspyrnuleiki á ný og næla í stigin sem halda okkur í ensku úrvalsdeildinni.

Crystal Palace er þekkt fyrir baráttuanda sinn og ég efast ekki um það í eina sekúndu að stuðningsmenn félagsins munu standa þétt við bakið á okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea