fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Svona hljóðar kjaftasagan sem Elvar Geir heyrir um símtal Arnars Þórs í Albert

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. mars 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net segir frá því í hlaðvarpsþætti miðilsins að líklega verði Albert Guðmundsson ekki í landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar á morgun.

Koma þessa orð Elvars Geirs fram í hlaðvarpinu í kjölfarið af frétt Fréttablaðsins um að Arnar Þór hefði hringt í Albert Guðmundsson og rætt við hann um mögulega endurkomu.

Síðasta haust hætti Arnar að velja Albert í hóp sinn vegna ósættis þeirra á milli. Þjálfarinn sagði þennan leikmann Genoa á Ítalíu hafa sýnt slæmt hugarfar í verkefnum á undan.

„Það er saga að ganga um það að Albert verði ekki í hópnum þrátt fyrir þetta símtal, að þeir séu ekki á sömu línu Arnar og Albert,“ segir Elvar í Innkastinu á Fótbolta.net..

„Ég veit ekki hvort að Albert hafi afþakkað sætið, þetta fæst staðfest á morgun en þetta eru sögusagnirnar sem við erum að heyra núna.“

Albert hefur átt fínt tímabil með Genoa í ítölsku B-deildinni. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp fimm í 29 leikjum.

Ísland mætir Bosníu þann 23. mars en Liechtenstein þremur dögum síðar í undankeppni Evrópumótsins 2024.

Arnar mun tilkynna hóp sinn á morgun og þá kemur í ljós hvort Albert snúi aftur eður ei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea