fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Svona hljóðar kjaftasagan sem Elvar Geir heyrir um símtal Arnars Þórs í Albert

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. mars 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net segir frá því í hlaðvarpsþætti miðilsins að líklega verði Albert Guðmundsson ekki í landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar á morgun.

Koma þessa orð Elvars Geirs fram í hlaðvarpinu í kjölfarið af frétt Fréttablaðsins um að Arnar Þór hefði hringt í Albert Guðmundsson og rætt við hann um mögulega endurkomu.

Síðasta haust hætti Arnar að velja Albert í hóp sinn vegna ósættis þeirra á milli. Þjálfarinn sagði þennan leikmann Genoa á Ítalíu hafa sýnt slæmt hugarfar í verkefnum á undan.

„Það er saga að ganga um það að Albert verði ekki í hópnum þrátt fyrir þetta símtal, að þeir séu ekki á sömu línu Arnar og Albert,“ segir Elvar í Innkastinu á Fótbolta.net..

„Ég veit ekki hvort að Albert hafi afþakkað sætið, þetta fæst staðfest á morgun en þetta eru sögusagnirnar sem við erum að heyra núna.“

Albert hefur átt fínt tímabil með Genoa í ítölsku B-deildinni. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp fimm í 29 leikjum.

Ísland mætir Bosníu þann 23. mars en Liechtenstein þremur dögum síðar í undankeppni Evrópumótsins 2024.

Arnar mun tilkynna hóp sinn á morgun og þá kemur í ljós hvort Albert snúi aftur eður ei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim
433Sport
Í gær

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn
433Sport
Í gær

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm