Roberto Mancini þjálfari Ítalíu segist sjá fegurð í því þegar börn eru með „black face“ til þess að líkjast knattspyrnumönnum sem þau elska.
Nokkuð hefur borið á því á Ítalíu að börn klæðist í treyju Napoli og foreldrar þar í landi setji á þau „black face“ til þess að líkjast Victor Osimhen framherja Napoli.
Osimhen er skærasta stjarnan í ítölskum fótbolta í dag en framherjinn knái kemur frá Nígeríu.
Málið hefur vakið mikla athygli á Ítalíu og foreldrar sem klæða börnin sín svona upp eru sökuð um rasisma af verstu sort.
„Þegar sumir sjá rasisma þá sé ég bara kraftaverk,“ sagði Roberto Mancini um málið og segir það fallegt að sjá ung börn líta upp til þeldökkra leikmanna.
Mancini birtir myndir af nokkrum krökkum sem léku Osimhen og hrósar þeim fyrir búningana.