Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tók á móti Watford í ensku B-deildinni í kvöld.
Burnley var í afar góðum málum fyrir leik, langefst á toppi deildarinnar.
Joao Pedro kom gestunum hins vegar yfir eftir rúman hálftíma leik. Watford leiddi í hálfleik.
Michael Obafemi tryggði Burnley hins vegar stig í uppbótartíma leiksins. Lokatölur 1-1.
Jóhann Berg spilaði um 70 mínútur.
Burnley er á toppi deildarinnar með 69 stig, 8 stigum á undan Sheffield United sem er í öðru sæti og 18 á undir Middlesbrough sem er í því þriðja. Það er því óhætt að segja að Íslendingaliðið sé svo gott sem komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina.
Watford er í sjötta sæti, umspilssæti, með 47 stig.