Það má búast við miklu fjöri á Anfield í kvöld þegar orustan um Bítlaborgina fer fram, Everton heimsækir þá Liverpool.
Þessir nágrannar bjóða yfirleitt upp á fjörugan leik en bæði lið þurfa á þremur stigum að halda.
Liverpool hefur ekki verið í góðum takti en sigur á Everton gæti komið liðinu á skrið og hjálpað félaginu að komast í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Everton vann góðan sigur á Arsenal í síðustu umferð og gæti með sigri gefið sér byr í seglin í baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.
Líkleg byrjunarlið í leiknum eru hér að neðan.