Hasan Salihamidzic, stjórnarformaður Bayern Munchen, er virkilega óánægður með vinnubrögð Manuel Neuer.
Neuer tjáði sig í viðtali við the Athletic um helgina og gagnrýndi þar félagið fyrir að reka góðvin sinn, Toni Tapalovic.
Tapalovic var markmannsþjálfari Bayern og vinur Neuer og lýsir Þjóðverjinn ákvörðuninni sem þeirri verstu sem hann hefur séð á sínum ferli.
Viðtalið vakti verulega athygli en Salihamidzic var ekki sáttur með hversu mikið Neuer opnaði sig í viðtalinu.
Neuer talaði einnig um sín meiðsli og þá ákvörðun að fara á skíði með fjölskyldunni sem varð til þess að hann verður frá út tímabilið.
,,Ég skil það vel að þessi ákvörðun hafi haft persónuleg áhrif á Manuel,“ sagði Salihamidzic.
,,Ég hefði hins vegar búist við allt öðruvísi viðbrögðum frá honum, sérstaklega þar sem hann er fyrirliði.“