Bebe, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur skrifað undir samning hjá Real Zaragoza á Spáni.
Bebe er 32 ára gamall og er ein verstu kaup í sögu Man Utd er Sir Alex Ferguson fékk hann til félagsins frá Portúgal árið 2010.
Bebe átti að vera gríðarlegt efni en hann gat ekkert í Manchester og hefur undanfarin ár spilað á Spánio.
Zaragoza er áttunda félagið sem Bebe semur við síðan hann yfirgaf Man Utd en hann gerir lánssamning.
Bebe hefur verið samningsbundinn Rayo Vallecano frá árinu 2018 en hefur einnig spilað fyrir Benfica, Cordoba, Eiber, Besiktas og Rio Ave svo eitthvað sé nefnt.