Í dag tilkynnti Þorseinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, hóp sinn fyrir Pinatar Cup í þessum mánuði.
Þar var einnig greint frá því að liðið myndi mæta Sviss í apríl. Um vináttuleik er að ræða.
Leikurinn fer fram á Letzigrund í Zürich 11. apríl næstkomandi.
Þetta verður í níunda skiptið sem þjóðirnar mætast. Ísland hefur unnið tvo leiki, einn hefur endað með jafntefli og Sviss hefur unnið fimm.
Liðin mættust síðast í lokakeppni EM 2017 og endaði sá leikur með 2-1 sigri Sviss. Síðasti sigur Íslands gegn Sviss var í vináttuleik árið 1986, en þá skoraði Kristín Anna Arnþórsdóttir eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands.