Óliver Steinar Guðmundsson er genginn í raðir Vals frá Atalanta.
Þetta er annar leikmaðurinn sem félagið kynnir í dag á eftir Lúkasi Loga Heimissyni.
Óliver er 18 ára gamall og uppalinn hjá Haukum.
Yfirlýsing Vals
Óliver Steinar Guðmundsson í Val frá Atalanta
Knattspyrnudeild Vals hefur náð samkomulagi við Atalanta á Ítalíu um félagaskipti Ólivers Steinar Guðmundssonar. Óliver gekk til lið við Atalanta 16 ára gamall frá Haukum. Hann er fæddur árið 2004 og hefur leikið með U18 og U19 liðum Atalanta sem miðjumaður og með U19 ára landsliði Íslands.
Við bjóðum Óliver velkominn á Hlíðarenda
Óliver Steinar Guðmundsson í Val frá Atalanta
Við bjóðum Óliver velkominn á Hlíðarendahttps://t.co/qdnWsReHTB@bestadeildin @VisirSport @mblsport @433_is @Fotboltinet pic.twitter.com/0WTNdaAReI— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) February 1, 2023