Ilary Blasi, fyrrum eiginkona knattspyrnugoðsagnarinnar Francesco Totti, er komin á fast á ný og virðist staðfesta það með færslu á Instagram.
Totti, sem er goðsögn hjá Roma og á Ítalíu, og Blasi hættu saman síðasta sumar eftir tuttugu ára samband.
Þau höfðu verið gift síðan 2005 og eiga saman þrjú börn.
Skilnaðurinn fór ekki fram á góðum nótum en Totti vill meina að hann hafi fundið sannanir þess efnis að Blasi hafi verið að halda fram hjá sér.
Sjálfur er hann kominn í nýtt samband. Varð það opinbert í október.
Blasi, sem er fræg sjónvarpskona á Ítalíu, virðist nú vera komin í nýtt samband sjálf með þýska frumkvöðlinum Basian Muller.
Hún merkir hann í nýja færslu á Instagram. Halda miðlar erlendis því fram að Blasi og Muller hafi farið til Parísar saman nýlega og þar áður til Tælands.