fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Arsenal og Manchester United settu nýtt met á sunnudag

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 18:30

Frá leik Arsenal og Manchester United á þessari leiktíð. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfsmet var sett í Bandaríkjunum á sunnudag er Arsenal tók á móti Manchester United í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Topplið Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur, þar sem Eddie Nketiah gerði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins.

Áhorfsmet var sett í Bandaríkjunum yfir leiknum. Aldrei hafa fleiri horft á leik í ensku úrvalsdeildinni þar í landi samkvæmt NBC.

1,92 milljónir manna horfðu á leikinn á rásum á vegum NBC.

Nketiah gerði tvö mörk fyrir Arsenal á sunnudag og Bukayo Saka eitt. Mörk United gerðu þeir Marcus Rashford og Lisandro Martinez.

Úrslitin þýða að Arsenal er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar, auk þess að eiga leik til góða á Manchester City.

United er í fjórða sæti með 39 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram
433Sport
Í gær

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar
433Sport
Í gær

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“
433Sport
Í gær

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Í gær

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann