Arnaut Danjuma er á leið til Tottenham á láni frá Villarreal eftir vendingar í dag.
Sóknarmaðurinn var á leið til Everton og hafði farið í læknisskoðun hjá félaginu. Þá skarst Tottenham hins vegar í leikinn og er að tryggja sér leikmanninn.
Stuðningsmaður Everton birti mynd af samskiptum sem hann hafði átt við Danjuma. Þar sagðist hann ætla að gefa allt sem hann ætti fyir Everton á meðan hann væri þar, eitthvað sem nú verður ekki af.
Danjuma verður fyrsti leikmaðurinn sem Tottenham fær til sín í janúarglugganum.
Hefur kappinn skorað 22 mörk í 51 leik fyrir Villarreal. Hann kom til liðsins frá Bournemouth árið 2021.
Hér að neðan má sjá skilaboðin sem um ræðir.