Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust í síðasta skiptið í kvöld er stjörnur Sádí-Arabíu spiluðu við Paris Saint-Germain.
PSG var ekki að spara stóru nöfnin í þessu einvígi og var með gríðarlega sterkt byrjunarlið.
Ronaldo er búinn að kveðja Evrópuboltann og samdi við Al-Nassr í Sádí-Arabíu á síðasta ári en draumalið landsins spilaði við PSG.
Það var PSG sem hafði að lokum betur en Ronaldo skoraði tvö mörk í tapinu og þá komst Messi einnig á blað.
PSG spilaði manni færri alveg frá 39. mínútu en Juan Bernat fékk þá að líta beint rautt spjald er staðan var 1-1.
Ronaldo skoraði tvennu í fyrri hálfleik og gerði Messi eitt en þeir voru báðir teknir af velli er um klukkutími var liðinn.
PSG vann að lokum 5-4 sigur í miklum markaleik en Kylian Mbappe og Sergio Ramos komust einnig á blað fyrir það fyrrnefnda.