Ítalskir fjölmiðlar kveðjast vita hvaða leikmaður er númer eitt á óskalista Manchester United fyrir sumarið.
TuttoNapoli fullyrðir það að Man Utd ætli að gera allt til að semja við sóknarmanninn öfluga Victor Osimhen.
Osimhen er 23 ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrir Napoli og er mjög eftirsóttur.
Samkvæmt þessari frétt eru Rauðu Djöflarnir að íhuga að verða að verðmiða Napoli sem er 100 milljónir evra.
Man Utd þarft á langtímalausn að halda í sókninni en Cristiano Ronaldo er farinn frá félaginu.
Tímabundin lausn hefur verið fengin og er það sóknarmaðurinn stóri Wout Weghorst sem kemur á láni frá Burnley.