Wolves hefur áhuga á að fá Aaron Wan-Bissaka frá Manchester United. Sky Sports segir frá.
Wan-Bissaka virðist ekki eiga mikla framtíð á Old Trafford og er líklega á förum.
Wolves gæti reynst næsti áfangastaður þess 25 ára gamla hægri bakvarðar.
Hann hefur verið á mála hjá United síðan 2019.
Þá hefur sú saga einnig vaknað í enskum miðlum að Newcastle vilji fá Scott McTominay frá United.
Á Newcastle að hafa spurst fyrir um leikmanninn.
McTominay er uppalinn hjá United og hefur leikið alla tíð fyrir félagið.
Miðjumaðurinn er 26 ára gamall.