Tottenham spilaði frábæran seinni hálfleik í kvöld er liðið mætti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.
Eftir markalausan fyrri hálfleik steig Tottenham upp í þeim seinni og skoraði fjögur mörk gegn engu frá gestunum.
Harry Kane var í stuði fyrir gestina og gerði tvö mörk og þeir Heung Min Son og Matt Doherty komust einnig á blað.
Það var mikið fjör á Elland Road þar sem Leeds og West Ham áttust við á sama tíma.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem Lucas Paqueta var á meðal markaskorara en hann hefur verið ein af vonbrigðum tímabilsins.
Aston Villa og Wolves skildu þá jöfn, 1-1 og Nottingham Forest vann óvæntan útisigur á Southampton.
Crystal Palace 0 – 4 Tottenham
0-1 Harry Kane(’48)
0-2 Harry Kane(’53)
0-3 Matt Doherty(’48)
0-4 Son Heung Min(’72)
Leeds 2 – 2 West Ham
1-0 Wilfried Gnonto(’27)
1-1 Lucas Paqueta(’45)
1-2 Gianluca Scamacca(’46)
2-2 Rodrigo(’70)
Aston Villa 1 – 1 Wolves
0-1 Daniel Podence(’12)
1-1 Danny Ings(’78)
Southampton 0 – 1 Nott. Forest
0-1 Taiwo Awoniyi(’27)