Enzo Fernandez er eitt umtalaðasta nafnið í boltanum í dag en hann er leikmaður argentínska landsliðsins.
Fernandez vann HM með Argentínu í Katar í lok síðasta árs og spilaði óvænt stórt hlutverk í keppninni.
Nú eru mörg stórlið á eftir Fernandez sem vill komast burt og er Chelsea talið vera í bílstjórasætinu.
Fernandez á yfir höfði sér refsingu hjá félagsliði sínu Benfica í Portúgal eftir að hafa skrópað á tvær æfingar í röð en hann hélt til heimalandsins Argentínu í leyfisleysi.
Það er Record í Portúgal sem greinir frá þessu en Fernandez sneri aftur til Argentínu á nýársdag stuttu eftir tap Benfica gegn Braga í efstu deild.
Fernandez átti að vera mættur aftur til æfinga hjá félaginu en þessi 21 árs gamli leikmaður hefur ekki látið sjá sig og á yfir höfði sér refsingu.