fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Fullyrðir að Vanda hafi rætt við Heimi um að taka við landsliðinu á nýjan leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason segir frá því í hlaðvarpsþætinum Dr. Football í dag að Vanda Sigurgeirsdóttir hafi átt í viðræðum við Heimi Hallgrímsson um að taka við íslenska karlalandsliðinu á nýjan leik.

Heimir þjálfaði landsliðið frá 2011 til 2018, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerback og svo aðalþjálfari. Hann er afar vinsæll á meðal þjóðarinnar og eflaust margir sem væru til í að sjá hann taka við á nýjan leik.

Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari sem stendur. Hann hefur átt á brattann að sækja síðan frá því hann tók við árið 2020, þar sem hann hefur til að mynda ekki getað valið lykilmenn í landsliðið af utanaðkomandi ástæðum.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í Þjóðadeildinni í gær, þar sem liðið sýndi mikinn karakter í að koma til baka í lok leiks eftir að hafa verið manni færri frá elleftu mínútu.

Arnar er með samning til ársins 2024. Þrátt fyrir að hafa rætt við Heimi virðist sem svo að Vanda hafi að lokum ákveðið að setja traust sitt á Arnar.

Heimir er nú tekinn við karlalandsliði Jamaíka. Liðið lék sinn fyrsta leik undir hans stjórn í gær, er það tapaði 3-0 gegn Argentínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi