fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Íslenskur þjálfari útskýrir hvað er í gangi hjá Trent

433
Laugardaginn 17. september 2022 18:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Bragi Sveinsson leikmaður Fylkis og Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK komu í settið hjá Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudögum.

Þar fóru yfir leikina í Meistaradeildinni en báðir eru grjótharðir Liverpool stuðningsmenn og var því eðlilega rætt töluvert um sigurinn gegn Ajax. „Ég var ánægður með að vinna leikinn eftir skellinn gegn Napoli,“ sagði Ómar. Ragnar Bragi viðurkenndi að vera nánast veikur Liverpool stuðningsmaður. „Leikurinn gegn Napoli var mjög erfitt kvöld og erfiður dagur daginn eftir. En að fá Jota inn breytti miklu sem og Thiago á miðjuna og Matip í vörnina. Þá er þetta orðið allt annað lið.“

Talið barst eðlilega að Trent Alexander Arnold sem hefur verið mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn það sem af er tímabili.

Ragnar Bragi segir vera nánast í sjokki með hann þessa dagana. „Hann er labbandi um völlinn. Ef ég væri að spila með honum eða að þjálfa hann og horfa á þennan varnarleik þá skil ég þetta ekki. Ég botna ekki í þessu hvernig hann er alltaf röltandi um í vörninni.“

Ómar, sem er þjálfari, var beðinn um að koma með sýna þjálfarasýn á Trent. „Það eru til aðeins of mikið af klippum af honum á þessu tímabili þar sem hann er röltandi um völlinn. Það hjálpar ekki að hann er með Harvey Elliot á miðjunni í staðinn fyrir Henderson í sínu formi síðustu tvö þrjú árin. Ég held að Elliot sé slakasti varnarmaðurinn af þeim leikmönnum sem hafa verið að spila á miðri miðjunni. Hann er þarna hægra meginn. Það hjálpar ekki. Svo er hann með Joe Gomez með sér í vörninni í stað Matip sem hjálpar ekki. Jafnvægið í liðinu er ekki að hjálpa. En það breytir því ekki að klippurnar eru til af honum röltandi um og það skiptir ekki máli hverjir eru með honum í liði þegar maður er röltandi um. En hann fær meira á sig útaf liðsfélögunum í kringum sig.“

Ragnar Bragi segir að Jordan Henderson sé einn besti hjálparmiðjumaður í heimi. „Hann er alltaf mættur í hjálparvörn sem Trent þarf. Hann er kominn mjög hátt á völlinn og þarf hjálp í vörninni því hann er ennþá geggjaður framá við.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
Hide picture