fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Líst virkilega vel á Juve – „Það er búið að vera frábært síðan ég kom“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið mætir Hvíta-Rússlandi í gífurlega mikilvægum leik á föstudag. Leikurinn er liður í undankeppni HM, sem fram fer á næsta ári. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, segir liðið vel upp lagt fyrir leikinn.

Ísland er í öðru sæti undanriðilsins, tveimur stigum á eftir Hollandi. Stelpurnar okkar eiga þó eftir að leika tvo leiki en Holland aðeins einn, sá er einmitt gegn Íslandi.

Vinni Ísland Hvíta-Rússland er liðið í kjörstöðu upp á að komast beint á lokakeppni HM fyrir leikinn gegn Hollandi ytra. Liðið sem hafnar í öðru sæti riðilsins fer í umspil.

Þó stórleikurinn við Holland sé handan við hornið er öll einbeiting á verkefnið gegn Hvíta-Rússlandi. „Við vitum alveg hversu mikilvægt það er að ná góðum úrslitum þar. Við megum ekki fara fram úr okkur heldur bara að vera í núinu og hugsa um næsta leik,“ segir Sara.

Ísland komst ekki upp úr riðlinum er það tók þátt í lokakeppni EM fyrr í sumar. Það er þó að baki. „Við erum vanar því að spila leiki, vinna eða tapa, það er alltaf bara næsti leikur, næsta mót og hitt sett til hliðar.“

Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi fer fram hér heima en leikurinn gegn Hollandi ytra. Sara vonast til að sjá fólk fjölmenna í Laugardalinn á föstudag. „Ég vona að það sé mikill áhugi eftir EM. Það var allavega mikill áhugi í kringum það, fengum frábæran stuðning þar. Vonandi mæta sem flestir á völlinn.“

Landsliðsfyrirliðinn gekk í raðir Juventus frá Lyon í sumar. Hún hafði náð frábærum árangri með franska félaginu og tvisvar sinnum orðið Evrópumeistari.

„Það er búið að vera frábært síðan ég kom, aðeins erfiðara að koma mér fyrir en fótboltalega séð er allt í toppstandi,“ segir Sara.

Nánar er rætt við Söru í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með
Hide picture