fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Ritstjóri The Sun segir að þessi forsíða sé stærstu mistökin í sögu götublaða

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 19:00

Umrædd forsíða The Sun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru ekki mistök sem gleymast þegar breska götublaðið The Sun birti ranga frétt á forsíðunni um harmleikinn á Hillsborough vellinum 1989 þar sem 97 manns létust.

„Þetta voru stærstu mistökin í sögu götublaða,“ sagði Victoria Newton, ritstjóri The Sun, nýlega á ráðstefnu í Lundúnum að sögn Press Gazette.

Harmleikurinn á Hillsborough átti sér stað 15. apríl 1989 þegar Liverpool og Notthingham Forest mættust í undanúrslitum FA-bikarsins.

Leikurinn fór ekki fram því mikil ringulreið varð á þeim hluta áhorfendapallanna þar sem aðdáendur Liverpool voru. 96 manns létust þennan dag og einn til viðbótar lést síðar af völdum áverka sinna.

Nokkrum dögum síðar birti The Sun forsíðu með fyrirsögninni „Sannleikurinn“. Í umfjöllun blaðsins var stuðningsmönnum Liverpool kennt um hversu hörmulega málin þróuðust þennan dag. Þeir voru einnig sakaðir um að hafa stolið frá fólki sem var að kremjast til bana. Blaðið hélt því einnig fram að stuðningsmenn Liverpool hefðu kastað af sér vatni á lögreglumenn og hindrað þá og aðra viðbragðsaðila í að veita slösuðum fyrstu hjálp.

Þetta var haft eftir lögreglumanni sem vildi leyna því að yfirvöld höfðu brugðist. Hann laug því til um atburðarásina. Niðurstaða óháðrar rannsóknarnefndar, sem kom út síðar, var að stuðningsmenn Liverpool hefðu ekki átt neina sök á því sem gerðist. Sökin var  yfirvalda og vegna öryggisráðstafana á vellinum.

Þáverandi aðalritstjóri The Sun baðst afsökunar á þessari frétt 2012. En það hafði engin áhrif á íbúa í Liverpool sem byrjuðu að sniðganga The Sun eftir þessa frétt og það gera þeir enn.

Victoria Newham er sjálf frá Liverpool og ólst upp við að borgarbúar sniðgangi The Sun. Fólk kaupir ekki blaðið og það er fjarlægt úr hillum verslana ef það sést þar. Margir vilja heldur ekki skrifa nafn þess eða segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London