fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Ofreynsla og leikjaálag setur heilsu leikmanna í hættu samkvæmt nýrri rannsókn

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 26. maí 2022 13:55

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofreynsla og leikjaálag á hæsta stigi karlafótboltans setur heilsu leikmanna í hættu samkvæmt nýrri rannsókn.

Rannsóknin er birt nokkrum dögum áður en Mohamed Salah og Sadio Mane leika sjötugasta leik sinn á tímabilinu þegar Liverpool mætir Real Madrid úrslitum Meistaradeildarinnar á laugardaginn.

Alþjóðlegu leikmannasamtökin, Fifpro, hafa birt niðurstöður rannsóknar á rúmlega eitt þúsund knattspyrnumönnum og þjálfurum. Ennfremur varð gerð rannsókn á 265 leikmönnum sem tók mið af því hve margar mínútur leikmenn spiluðu, hversu langar vegalengdir þeir ferðuðust, og hvíld á milli leikja.

Niðurstöður sýna að 72 af 265 leikmönnum sem tóku þátt í rannsókninni spiluðu meira en 55 leiki tímabilið 2020-21, en það eru fleiri leikir en þjálfarar mældust til  svo að leikmenn yrðu ekki í hættu. Leikmennirnir spiluðu einnig án þess að hljóta ráðlagða fimm daga hvíld milli leikja og 147 sinnum komu leikmenn við sögu í 10 eða fleiri leikjum í röð.

55% leikmanna sögðust hafa meiðst að minnsta kosti einu sinni vegna leikjaálags og 20% sögðust hafa meiðst mörgum sinnum. Aðeins 32% sögðust hafa fengið fjögurra vikna fríið sem mælt var með í lok leiktíðar 2020-21 og 76% sögðust sammála um að leikmenn þyrftu á meiri vernd að halda til þess að tryggja hvíldartímann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár