fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Bjarni Ben lýsir vendipunkti – „Kom í ljós að það myndi aldrei lagast“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 09:00

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki bara öflugur stjórnmálamaður. Hann átti einnig flottan feril í knattspyrnu, áður en meiðsli neyddu hann til að hætta 24 ára gamlan. Hann ræðir knattspyrnuferilinn í hlaðvarpinu Chess After Dark.

Bjarni lék allan sinn feril með Stjörnunni. Þegar hann var ungur drengur var félagið ekki af sömu stærðargráðu og það er í dag en það átti hins vegar eftir að stækka.

„Klúbburinn sem ég ólst upp í var ekki stórveldi og ekki í efstu deild á Íslandi. Það voru ekki margir titlar niðri í íþróttahúsi frá fyrri sigrum. Við vorum þriðju deildarlið bæði í fótbolta og handbolta og það hafði aldrei Íslandsmeistaratitill komið í hús,“ segir Bjarni.

„Þetta æxlast þannig að ég er í mjög sterkum árgangi og við verðum fyrstu Íslandsmeistarar í yngri flokkum í handbolta og síðan líka í fótbolta. Við unnum oft í handbolta og fótbolta. Þegar við erum að komast á aldur til að taka þátt í meistaraflokknum, ég er ekki nema sextán ára, byrja ég að spila með liðinu í þriðju deild.“

Leiðin lá hratt upp á við
Síðan fóru hjólin að snúast og uppgangurinn hraður.

„Ég spilaði með liðinu sumarið 1987. Þá vorum við bara eitthvað að gutla í þriðju deild. 1988 vinnum við þriðju deild og þá kemur Jóhannes Atlason til okkar og við förum upp í efstu deild 1989.“

Eftir að liðið komst upp í efstu deild var búin til góð blanda úr yngri og eldri leikmönnum.

„Það tókst mjög vel að sauma saman lið úr þessum ungu strákum. Á tímabili vorum við fimm úr Stjörnunni í drengjalandsliðinu. Svo fengum við til okkar reynda menn sem hjálapaði okkur að búa til gott lið,“ segir Bjarni, en hann á einmitt alls 22 yngri landsleiki að baki fyrir Íslands hönd.

Ekki aftur snúið eftir tæklinguna
Aðeins tvítugur að aldri náði Bjarni merkilegum áfanga hjá uppeldisfélaginu.

„Það kom mér aðeins á óvart að ég hafi bara verið tvítugur þegar ég náði hundrað leikjum með meistaraflokknum. Þetta var ótrúlega skemmtilegur og mótandi tími. Það gekk vel en við lentum líka í áfölllum og féllum á okkar öðru ári í efstu deild. Við fórum aftur upp og vorum nýkomnir upp þegar ég slasaðist 1994 og ég gat ekki spilað eftir það.“

Bjarni lýsir meiðslunum sem bundu enda á knattspyrnuferilinn.

„Þetta var hörkutækling á móti KR. Ég lenti í alvarlegu samstuði. Maður fattaði ekki á þeim tíma hvað maður væri ungur. Ég var í heilt ár að vonast til að komast aftur af stað en það tók langan tíma að greina hvað hafði gerst. Það kom í ljós að brjóskið í ökklanum hafði skemmst svo illa að það myndi aldrei lagast. Það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði. Svo er það ekkert fyrr en löngu síðar sem maður áttaði sig á hversu mörgum árum maður væri að tapa.“

„Ég held ég hafi í raun átt bestu árin mín eftir,“ segir Bjarni Benediktsson að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift