AC Milan á Ítalíu er óvænt að horfa til Chelsea og skoðar það að fá markmanninn Edouard Mendy í sínar raðir í janúar.
Mike Maignan, aðalmarkvörður Milan, er meiddur og hefur ekki spilað síðan í október. Hann verður líklega frá þar til í febrúar.
Samkvæmt Corriere della Sera er AC Milan að skoða það að fá Mendy í sínar raðir og þá á láni frá Chelsea.
Mendy virðist vera búinn að missa sæti sitt í liði Chelsea og er Kepa Arrizabalaga búinn að verja mark liðsins undanfarið.
Graham Potter, stjóri Chelsea, virðist vera hrifnari af Kepa og mun líklega notast við hann út tímabilið.