fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Áður óseð myndband frá Katar – Var annað mark Messi ólöglegt í gær?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. desember 2022 09:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var gleði í Katar í gær þegar Argentína varð Heimsmeistari eftir sigur á Frakklandi í vítaspyrnukeppni. Lionel Messi var maður kvöldsins en hann endurlék fögnuð Diego Maradona frá 1986 eftir leik

Argentína byrjaði þennan leik virkilega vel og var með 2-0 forystu þegar flautað var fyrri hálfleikinn af. Lionel Messi skoraði fyrra markið á 23. mínútu úr vítaspyrnu og bætti Angel Di Maria við öðru á 36. mínútu.

Útlitið var lengi mjög bjart fyrir Argentínu en þegar 10 mínútur voru eftir fékk Frakkland vítaspyrnu. Kylian Mbappe steig á punktinn og lagaði stöðuna fyrir Frakka og var svo aftur á ferðinni mínútu síðar.

Mbappe tókst að jafna metin strax eftir fyrra mark sitt og tryggði Frökkum þar með framlengingu. Í framlengingunni voru það Argentínumenn sem tóku forystuna er Messi gerði sitt annað mark á 109. mínútu.

En nú veltir fólk því fyrir sér hvort markið hjá Messi hafi verið ólöglegt. Tveir varamenn Argentínu höfðnu nefnilega hlaupið inn á völlinn áður en Messi skaut í boltann. Því var Argentína með 13 leikmenn á vellinum þegar Messi kom boltanum yfir línuna.

Mbappe reyndist svo aftur hetja Frakka er tvær mínútur voru eftir en hann jafnaði þá metin á ný með öðru marki af vítapunktinum. Í vítaspyrnukeppninni voru það Argentínumenn sem höfðu betur en þeir Kingsley Coman og Aurelien Tchouameni klikkuðu á punktinum fyrir þá frönsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum