fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Óskar Örn: „Þetta tímabil í sumar var kannski ekki að hjálpa upp á gleðina í þessu“

433
Fimmtudaginn 1. desember 2022 11:01

Mynd: Stjarnan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Örn Hauksson mun reima á sig takkaskóna með nýju félagi hér á landi næsta vor en ekki er ljóst hvert það verður.

Hinn 38 ára gamli Óskar var á mála hjá Stjörnunni í sumar, en þangað kom hann í fyrra eftir langa og farsæla dvöl hjá KR.

 „Persónulega hefði maður kannski viljað sjá þetta fara öðruvísi, ég neita því ekki. Ég tel nú samt á köflum að ég hafi sýnt ágætis frammistöðu. Sýnt fram á hluti sem ég hef sýnt fram á áður á mínum ferli,“ segir Óskar um tímabilið með Stjörnunni, í samtali við Fréttablaðið.

„Stjarnan getur unað vel við sinn árangur sem lið. Það töpuðust auðvitað of margir leikir en hvað sæti í deildinni varðar var þetta nokkuð gott.“

Óskar staðfestir að hann muni spila áfram næsta sumar.

„Ég á von á því. Þetta tímabil í sumar var kannski ekki að hjálpa upp á gleðina í þessu en mér finnst nú enn þá gaman í fótbolta. Þegar maður hættir í fótbolta þá kemur hann ekkert aftur og ég geri mér grein fyrir því. Ég á ekki mörg ár eftir í þessu en ég held áfram.“

Nánar er rætt við Óskar í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík