fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Leikmaður sem enska landsliðið ræður ekki við – ,,Mun láta hann líta kjánalega út“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 20:32

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska landsliðið getur einfaldlega ekki stöðvað Kylian Mbappe er liðið mætir Frökkum í 8-liða úrslitum.

Þetta segir fyrrum framherjinn Chris Sutton sem lék með liðum á borð við Cheslea og Blackburn á Englandi.

Kyle Walker, bakvörður Englands, mun ekki getað stöðvað Mbappe er liðin eigast við þrátt fyrir hjálp frá öðrum leikmönnum að mati Sutton.

Mbappe er talinn vera einn öflugasti leikmaður heims og hefur átt gott HM með Frökkum hingað til.

,,Kyle Walker gæti átt nánast fullkominn leik í hægri bakverði en það myndu samt koma augnablik þar sem Mbappe lætur hann líta kjánalega út,“ sagði Sutton.

,,Það skiptir engu máli hvað England gerir, hvort þeir fái Declan Rice til að tvöfalda á hann eða segja Bukayo Saka að koma til baka til að hjálpa Walker, þeir verða í vandræðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok