Andre Onana hefur verið tekinn úr kamerúnska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Serbíu á Heimsmeistaramótinu í Katar sökum agavandamála.
Samkvæmt Fabrizio Romano var hann ósáttur við leikskipulag þjálfarans Rigobert Song. Hann vill hefðbundnari leikstíl.
Eftir samræðu um þetta hefur Onana verið fjarlægður úr hópnum.
Kamerún mætir Serbíu í öðrum leik sínum á HM, en hann hefst nú klukkan 10 að íslenskum tíma.
Bæði lið eru án stiga eftir fyrstu umferð, þar sem Kamerún tapaði gegn Sviss en Serbía gegn Brasilíu.
André Onana has been removed from Cameroon’s squad. Been told that the reason is a discussion with head coach as he insisted for different style of goalkeeping, more ‘traditional’ 🇨🇲 #Qatar2022
Onana has no intention to change his style — tense situation & so he’s been excluded. pic.twitter.com/UuoFp3WdLz
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 28, 2022