fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Fóru þetta á hörkunni en ungt fólk nú er öðruvísi – „Það er orðið svolítið svoleiðis“

433
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, fyrrum landsliðskempa og núverandi umboðsmaður fékk sér sæti í Íþróttavikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, sat með Ragnari í settinu en þeir félagar fóru meðal annars yfir íslenskt hugarfar sem hafi verið svo þekkt. Þeim fannst eins og það væri á undanhaldi.

Hörður benti á að íslendingar séu að verða tæknilega betri í öllum íþróttum. Ekki aðeins í fótbolta heldur líka í handbolta og körfubolta. En hann hefur áhygggjur af hugarfarinu hjá krökkum í dag sem Ragnar tók undir.

„Handboltinn, körfuboltinn og fótboltinn bæði karla og kvenna hafa farið á stórmót með ótrúlegu hugarfari. Ég hef smá áhyggjur því við, sem þjóð, við höfum alltaf verið góð í kollinum. Manni finnnst eins og maður sjái smá breytingu. Að við séum að vera betri tæknilega en þetta andlega sé ekki jafn gott og áður,“ sagði Hörður.

Ragnar tók undir þetta.

„Ég er 100 prósent sammála. Þegar maður var að tala við þessa kynslóð mína í landsliðinu, sem eru reyndar flest allir hættir, við vorum svolítið að fara þetta á hörkunni og samvinnunni. Þegar yngri strákar voru að koma upp þá ætluðu þeir að taka skærin og líta vel út. Það er klárlega þannig að hugarfarið er búið að breytast,“ benti hann á.

Benedikt Bóas, umsjónarmaður þáttarins sagði þá á að ungt fólk í dag vill frekar líta vel út og tapa en að hafa grasgrænku í stuttbuxunum og blóð á hnjánum og líta illa út á myndum en vinna leiki. „Það er orðið svolítið svoleiðis,“ sagði Ragnar.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Modric kveður Real Madrid

Modric kveður Real Madrid
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sandra ver mark Hafnfirðinga

Sandra ver mark Hafnfirðinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta komi ekki til greina hjá De Bruyne

Þetta komi ekki til greina hjá De Bruyne
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breyting á leik í Bestu deildinni

Breyting á leik í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur
433Sport
Í gær

Myndband: Óhugnanleg árás á Spáni – Viðbrögðin komu á óvart

Myndband: Óhugnanleg árás á Spáni – Viðbrögðin komu á óvart
433Sport
Í gær

Reisa styttu af De Bruyne

Reisa styttu af De Bruyne
Hide picture